Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

mánudagur, júlí 28, 2003

Ágætis, ágætis helgi. Fór á mestu snilldartónleika í heimi með Dísu Dal á föstudaginn. Það var hljómsveit að spila gyðingatónlist á Kaffi Kúltúr. Hvílík snilld! Þeir heita Schpilkas eða Schill... bleeeh, eitthvað svoleiðis. Og eru snillingar. Svo kom Hjördís krókódíll líka og saman töltuðum við Dísirnar um bæinn og skemmtum okkur vel. Á laugardaginn fór ég svo í mat til Gunnu og þar var Ásthildur líka. Matarboðið breyttist svo í allsherjar teiti þegar inn þustu tveir Vestmanneyingar, þrír danir, þjóðverji og norsari. Þeir voru rosa fínir, svo bættust við þrír aðrir drengir, íslendingar í það skiptið. Svo fórum við öll á Hverfisbarinn (öghhh), og síðan á Kaffibarinn (þegar Gunna var orðin nógu drukkin að mér tókst að sannfæra hana um að draumaprinsinn væri eflaust í felum þar). Gott fjör, gott stuð, góð helgi. Fór svo í Kringluráp með Bryndísi frænku Hlöðvers að skoða allt sem ég hef ekki efni á að kaupa mér og svo fór ég í bæjarráp með Ásthildi, að ræða þynku-ástand "sumra" (ekki okkar heldur G...) og daginn og veginn og ástina og blómin og allt það. Verð að segja að sjónvarpsþættirnir Monk eru afbragð. Góða nótt.

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim