Me, me, me.

APATHY ON THE RISE, NO ONE CARES

Myndin mín
Nafn:
Staðsetning: Reykjavik, Iceland

sunnudagur, júní 02, 2002

Jæjaaaa. Nú er orðið svolítið langt síðan ég skrifaði síðast. Hvað hefur gerst? Tja, gamla settið mætti á svæðið eins og áður hefur komið fram. Það var mjög gaman að sjá þau. Á föstudagskvöldinu fórum við til Snorra og Þórdísar í White Planes, þ.e.a.s. við öll, ég, settið, Heiða og strákarnir þrír. Það var voðalega fínt og æðislegt fyrir strákana að fá að hlaupa um í garðinum. Við fengum mjög góðan grillmat og seinna geðveikt þrumuveður (gotta lov'em thunders!). Mamma og pabbi gistu svo þar en við Heiða og strákarnir fórum heim. Í gærkvöldi fórum við til Adrian og Malenu á Long Island, sumsé fjölskyldunnar hennar Díönu. Pabbi hafði farið að keppa í siglingum (með vini Snorra) og kom svo seint til Manhattan að hann komst ekki. VIð mamma höfðum sumsé farið á undan. Pabbi hafði komið sér niður á Penn Station og allt, keypt miða en næsta lest fór ekki fyrr en klukkutíma seinna (kl. 21) og því hefði hann ekki verið kominn til LI fyrr en 22. En tout cas. Það var boðið upp á mexíkóskan mat, tekíla og Corona ;) og mamma fékk loksins að smakka molé, einhvurslags súkkulaðisósa sem borin er fram með kjúklingi (eða kalkún ef maður gerir þetta a l'original). Molé er forn Azteka uppskrift. Kúl. Jæja.

Í dag er sunnudagur og Diana ætlar að fara með okkur á Guggenheim safnið og svo ætla ég kannski að fara með fólkið á Gagósían galleríið og galleríin á því svæði. Eða þá að farið verður á Metropolitan... sjáum til!

Býst við að við grillum úti á svölum í kvöld...

Ciao

0 Ummæli:

Skrifa ummæli

<< Heim