Gleymdi víst að taka það fram í gær að ég týndi símanum. En það er allt í lagi því hann er kominn í leitirnar. Ég hringdi í símann í morgun og einhver óskiljanlegur (en yndislega heiðarlegur) leigubílstjóri svaraði... hafði víst misst hann á leiðinni frá Penn Station til W77th. Skil nú ekki alveg hvernig það hefur gerst. En jæja. Ma og pa fóru klukkan sex í morgun, ég lá svo í móki yfir heimildarmynd um Andy Warhol til sjö. Undarlegar draumfarir þar. Var svo að passa, aðallega Viktor, frá sjö til hálf fimm. Eldaði svo fisk. Ofsalega er ógeðslegt að elda fisk.
Hmmm... jú, ég fór í Barnes og Nobles og keypti mér góða bók (ekki þennan venjulega reifara) og svo í Tower Records og... undur og stórmerki... keypti mér geislaspilara! Hann var nú fáránlega ódýr samt, 50 dollarar sem er undir 5000 kallinum. Keypti mér líka Tindersticks með Tindersticks og Gorillaz diskana. Hvort tveggja gamlir draumar. Er búin að vera með TIndersticks á constant í nýja spilaranum mínum. Mmmm. Keypti líka hundabók handa Viktori og svo fórum við í Riverside Park og dunduðum okkur við lestur og leik. Rákumst á Dante, litla nágrannann okkar. Hann og Viktor kalla alltaf hæ til hvors annars af svölunum.
Það góða við spilarann var að það komu með græjur til að tengja segultæki í bílum... Helga, við getum því tekið diska með þegar við könnum Vestfirðina í sumar!
Er byrjuð að pakka... held ég sé að breytast í mömmu! Verð eiginlega að skipuleggja eitthvað farewell dæmi. Heiða sagði að ég mætti endilega bjóða einhverjum yfir í smá kveðjuhóf. Spurgsmál um að skipuleggja einhverja pre-drykkju og fara svo á djammið með allt pakkið. Hmmm.
Hmmm... jú, ég fór í Barnes og Nobles og keypti mér góða bók (ekki þennan venjulega reifara) og svo í Tower Records og... undur og stórmerki... keypti mér geislaspilara! Hann var nú fáránlega ódýr samt, 50 dollarar sem er undir 5000 kallinum. Keypti mér líka Tindersticks með Tindersticks og Gorillaz diskana. Hvort tveggja gamlir draumar. Er búin að vera með TIndersticks á constant í nýja spilaranum mínum. Mmmm. Keypti líka hundabók handa Viktori og svo fórum við í Riverside Park og dunduðum okkur við lestur og leik. Rákumst á Dante, litla nágrannann okkar. Hann og Viktor kalla alltaf hæ til hvors annars af svölunum.
Það góða við spilarann var að það komu með græjur til að tengja segultæki í bílum... Helga, við getum því tekið diska með þegar við könnum Vestfirðina í sumar!
Er byrjuð að pakka... held ég sé að breytast í mömmu! Verð eiginlega að skipuleggja eitthvað farewell dæmi. Heiða sagði að ég mætti endilega bjóða einhverjum yfir í smá kveðjuhóf. Spurgsmál um að skipuleggja einhverja pre-drykkju og fara svo á djammið með allt pakkið. Hmmm.
0 Ummæli:
Skrifa ummæli
<< Heim